Djúpsteikt lambaeistu 2020

  • Kjötréttur

Saga réttar

Höfundar:Arnar Logi Kristinsson, Helgi Ólafsson, Redinaldo Rodrigues Reis, Jaime Armando Caicedo Vivas, nemendur við Hótel- og matvælaskólann Hugmyndin var sú að gera eitthvað meira og betra við lambaeistun heldur en það sem er gert í dag, þ.e. að setja þau í súr og borða einungis á Þorranum, og nýta þau þar af leiðandi betur. Lambaeistu eru vissulega notuð en það er nánast eingöngu í súrmat og er hann í flestum tilvikum eingöngu borðaður á Þorranum. Það er eitthvað sem okkur finnst að mætti breytast vegna þess að lambaeistu geta verið mjög góð. Þau bjóða upp á ýmsa valkosti og eldunaraðferðir (betri en súr, að okkar mati) sem fólk áttar sig ekki endilega á.

Uppskrift

Panneruð djúpsteikt lambaeistu
5 lambaeistu
400 gr pankó raspur
150 gr eggjahvítur
150 gr hveiti
5 gr hvítlauksduft
5 gr salt
5 gr hvítur pipar
Black garlic majónes
60 gr eggjarauður
5 gr dijon sinnep
500 gr olía
5 gr sítrónu safi
10 gr hrísgrjóna edik
20 gr black garlic mauk
• AÐFERÐ:
Lambaeistu: Byrjað er á því að sjóða eistun á vægri suðu (um 95°C) í 20 sekúndur. Þau eru síðan færð yfir í klakavatn til kælingar en á meðan þau er enn heit er himnan tekin utan af þeim. Eftir það eru eistun þerruð. Hveiti og kryddi er blandað saman í skál. Eggjahvítur settar í aðra skál og hrærðar örlítið upp. Eistunum er velt léttilega upp úr hveitinu, þaðan í eggjahvítuna og svo loks í pankó raspinn. Þegar búið er að pannera eistun eru þau djúpsteikt við 185°C í um 2-3 mínútur eða þar til þau eru tilbúin.
Majónes: Eggjarauður eru settar í matvinnsluvél ásamt öllu hráefni að frátöldu black garlic mauki og olíu. Hráefnið er unnið saman á lágri stillingu og olíu hellt útí í mjórri bunu. Þegar olía hefur verið unnin saman við er smakkað til með black garlic mauki og salti.