Dúru ömmu fiskur
-
Reykjanes
-
Allt árið
-
Fiskréttur
Saga réttar
Þetta er sá matur sem að ég held allra mest upp á og minnir mig alltaf á góðu stundirnar sem að ég átti í eldhúsinu með ömmu og afa. Það var svo gott sem alltaf soðin fiskur í hádeginu hjá afa og ömmu enda höfðu þau góðan aðgang að nýveiddum fiski eins og svo margir á Suðurnesjunum. Já þessi réttur er kannski eins einfaldur og þeir gerast en það eru þó nokkrir í kring um mig sem að hafa aldrei verið mikið fyrir fisk eða fiskirétti sem að elska að borða þennan rétt þar sem að fiskurinn er mikið ferskari á bragðið og heldur sér betur þökk sé edikinu og lárviðalaufunum. Svo ég ákvað að skella þessu hér inn þrátt fyrir einfaldleikann. Njótið :)
Uppskrift
Ýsa eða Þorskur
ca.2 tappar borðedik
3-4 Lárviðarlauf
Kartöflur
Rófur
Smjör
Magnið af fiski og kartöflum ræðst af fjölda sem eldað er fyrir (ef það er mjög mikið magn þá þarf að auka við Edikið og Lárviðalaufin)
Skera Rófurnar í hæfilega stóra báta og sjóðið.
Setja kartöflur í pott og sjóðið.
Setja fiskinn í vatn, hella edikinu saman við og setjið Lárviðalaufin í pottinn. Láta sjóða.
Fleyta froðunni af og veiða Lárviðalaufin upp úr áður en borið er fram.
Fiskurinn er borin fram með soðnum rófum, kartöflum og smjöri.