El pastor taco – Brasseruð grísakinn 2019

  • Kjötréttur

Saga réttar

Brasseruð grísakinn á mjúkri hveiti tortilla með Pico De Gallo. Á myndinni eru hún borin fram á stökkri grísapuru.

Uppskrift

Grísakinnar
Laukur
Gulrætur
Sellerí

Marinering:
1 l. appelsínusafi
200 ml. romm
Kanill
Hvítlauksduft
Anis
Laukduft
Negull

Grísakinnarnar eru settar í marineringuna í minnst klst.
Kjötið er sett í fat ásamt vatni, lauk, sellerí og gulrótum og hægeldað á 70°c í ofni yfir nótt.
Kjötið er rifið niður og borið fram með taco og Pico de gajo.

------

Taco

1 kg. hveiti
1 l. vatn
20 g. matarsódi
10 g. salt

Þurrefnin eru sett í hrærivél og blandað saman, vatninu er bætt við og öllu hrært saman þar til vel hnoðað saman.
Skipt upp í 20 g. bolta og flatt út.

------

Pico de gajo

1 tómatur
1 rauðlaukur
1 jalapeno
Safi úr 1 lime

Allt saxað og blandað saman við safan úr límónunni.