Fiskboltar

  • Allt árið

  • Fiskréttur

Saga réttar

Hef mikið spáð í því af hverju ólíkum útfærslum af fiskibollum sé ekki hampað meira á veitingastöðum við þjóðvegi Íslands. Þar sem ég er mikill aðdáandi á hvers kyns fiskréttum og elda gjarnan sjálfur fisk hef ég gert ýmsar tilraunir. Einhverntíman notaði ég ískúluskeið við að steikja fiskibollur (bolta) og kom það mjög vel út ef steikt var á lágum hita.

Uppskrift

Fiskiboltar: grunnurinn úr fiskhakki, hveiti, kartöflumjöli, söxuðum lauk, eggi og smá mjólk + t.d. söxuð söl, gulrætur, rófur, þurrkaðir ísl. tómatar o.s.frv. Hver staður útfærir sitt tilbrigði og skapar þannig fjölbreyttni.