Fiskigratín

  • Allt árið

  • Fiskréttur

Saga réttar

Engin sérstök saga önnur en að börnin mín hafa alla tíð elskað þennan rétt af því að fiskurinn er settur í sparibúning

Uppskrift

Fyrst þarf að baka upp hvíta sósu. Set úti hana mjög smátt saxaðan lauk og múskat, dáldið mikið. Læt sjóða ca 10 mínútur. tek af set eggjarauður útí. set þá fiskinn útí og Set svo þeyttar eggjahvítur. (ég stappa alltaf fiskinn ) Má nota kartöflur og rasp ef fólk vill. Ég smyr form með smjöri og helli þessu í. ofan á set ég rasp og 5-6 litla bita af smjöri. Sett inn í heitan ofn. Þar 40-45 mín við 180 gráður