Fiskivefja

  • Allt árið

  • Fiskréttur

Saga réttar

Engin sérstök saga, bara hugmynd að íslenskum skyndibita, sem mætti vera mun fjölbreyttari en hann er. Auk þess sem mér finnst að við ættum að borða meira af þeim úrvals fiski sem hér fæst og þar held ég að erlendir ferðamenn séu mér flestir sammála.

Uppskrift

Flatköku-vefjur með fiski.
HANDHÆGUR SKYNDIBITI ÚR ÍSLENSKU HRÁEFNI.

Uppskrift:

Flatkökur, heilar, sem smurðar eru með 1/1 Dijon-sinnepi og sýrðum rjóma.

Fiskur: langa, (steinbítur,keila,hlýri eða fiskur sem er fastur í sér).
Marinera fiski-lengjur í sítrónu og olíu.Krydda með salti pipar og dilli, steikja síðan í ofni eða á pönnu (olía og smá smjör).

Sallatblöð (á sumrin má bæta viðhundasúrustrimlum),
gúrkustrimlar og rauðir paprikustrimlar.( Annað íslenskt grænmeti eftir árstíð og baunaspírur er hægt að nota með fiskinum)

Fiskinum og grænmetinu er rúllað inní smurða flatkökuna.

Allt hráefnið er íslenskt, nema sinnepið, piparinn og etv olían.

Veganútgáfan má vera með steiktum kúrbít (klofinn í tvennt) í stað fisksins ( sleppa smjörinu og sýrða rjómanum...)