Fiskur á þrjá vegu

  • Höfuðborgarsvæðið

  • Allt árið

  • Fiskréttur

Saga réttar

Þykir gaman að leika með bæði gamla og nýja fiskrétti. Til merkis um nýja þá selja Tapas-staðir í RVK selja beiknvafðar döðlur með hörpuskel í lange baner. Dæmi um gamla er fiskur í raspi. Undirritaður var ekki nógu ánægður með beikonvafða hörpuskel í döðlu þar sem fínlega fiskbragðið var alveg horfið. Þess vegna vildi ég einfaldlega fá fisk matreiddan á sama hátt. Þá var mér einu sinni boðið í matarboð þar sem fiskur var matreiddur á ævintýralegan hátt. Hugurinn fór á flug.

Uppskrift

Sami fiskurinn matreiddur á þrjá vegu er hugmyndin. Undirritaður gerir þetta mest með þorsk en mætti vel gera með ýsu sem kannski hentar betur. Um er að ræða þrjár mjög einfaldar leiðir við eldamennskuna:

1. Fiskur í mangó-raspi: Ferskt fiskflak skorið niður í langa 100g bita, maríneraðir í Mangó-chutney, velt upp úr raspi (þrýst vel ofan á með rasp á milli) og steikt á lítilli pönnu með mikið af sólblómaolíu.

2. Grænpestó-maríneraður fiskur vafinn í döðlur og beikon. Ferskt fiskflak skorið niður í langa 100g bita. 3-4 steinlausar döðlur skornar öðru megin og flattar út. Lagðar á fiskbitann sín hvoru megin og einu beikonstykki vafið utanum þannig að grænnmaríneraður fiskurinn sjáist vel en döðlurnar ekki. Lagt niður þar sem beikonvafningurinn liggur og steikt á pönnu fyrst á þeirri hlið til að líma saman.

3. Ferskt fiskflak skorið niður í langa 100g bita. Hvítlaukur, graslaukur og engifer saxað smátt og hrært saman með ólífuolíu. Fisknum er velt upp úr hveiti og steiktur í smá sólblómalíu við háan hita.

Salt og hvítur pipar eftir smekk á fiskréttina þrjá.

Borið fram með hrísgrjónum og salati.