Gljáðar rauðrófur með myntu

  • Suðurland

  • Haust

  • Grænmetisréttur

Saga réttar

Þessi réttur er ein af Hrífunes uppskriftunum. Hrífunes Guesthouse er gistilheimili í Skaftártungu, Skaftárhreppi. Þar er boðið uppá skemmtilegan íslenskan kvöldverð á hverju kvöldi þar sem allir gestirnir okkar sitja saman við eitt stórt borð og upplifunin er á við stórt fjölskyldu matarboð þar sem úr nógu er að velja í mat. Við reynum að elda sem mest úr íslensku hráefni og ef völ er á, hráefni úr héraði. Oft poppum við þó matinn upp með kryddum og brögðum frá austurlöndum, eins og sjá má Garam Masala í þessari uppskrift. Gljáð grænmeti passar einstaklega vel bæði með lambi og villibráð (önd, gæs, hreindýr). Sem meðlæti eða jafnvel sem aðalréttur hjá grænmetisætum.

Uppskrift

1 stór rauðrófa
500 gr gulrætur
2 msk hlynsíróp
1 tsk Garam Masala
2 msk söxuð fersk mynta
100 gr ferskur fetaostur
olía, salt og pipar

Skerið rauðrófur og gulrætur í litla teninga. Og létt steikið í olíu á víðri pönnu. Bætið sírópinu yfir á pönnunni og látið grænmetið mýkast aðeins. Bætið Garam Masala yfir og saltið og piprið eftir smekk. Blandið helmingnum af myntunni saman við á pönnunni. Sáldrið hinum helmingnum af myntunni yfir í lokin og fetaostinum sem er kurlað yfir í lokin.