Grjúpán / bjúgu frá a til ö

  • Kjötréttur

Uppskrift

Grjúpán / sperlar / bjúgu

Hakkað kjöt t.d. hálsbitar af lambi (mjög gott, svolítið feitt sem er gott) - skrokkarnir voru snyrtir í sláturhúsinu og þetta var skorið úr - ekki verið hægt að kaupa undanfarið - svo mikið sent í burt.

Kartöflumjöl svolítið (ekki of mikið)

Pínu saltpétur (en voða lítið - þarf MJÖG lítið til að gera það rautt)

Hrært dálítið í hrærivél og sett svolítið vatn út í

Þarft enga mör þegar þú ert með hálsbita (grjúpán með hálsbitum er sælgæti)

Hnoðað með höndunum og kreist og sett í kindalanga

Í seinni tíð sett í sívalninga sem er þrýst saman

Svo er þetta sett á tækið (til eitt í Kaupfélaginu) - svona strokk nokkurskonar (úr ryðfríu stáli) og svo er stútur neðan á, sett upp á og svo stærðar sveif, þá þrýstist efnið í gegnum langað.

Reykt með því að hengja upp í reykingakofa/taðkofa. Reykt þar aðeins. Aldrei búið til svona nema reykja það. En ekki mikið, en verður að vera bragð. Bæði salt og allt í hófi. Maður bara smakkar aðeins á þessu hráætisdeigi og smakkar hvernig saltið er og skyrpir svo bara út úr sér.

Svo er þetta bara sett í frysti og svo soðið eftir þörfum fyrir máltíðir.

Þetta er bara einn sívalningur sem kemur úr tækinu. Svo mótuð stykki eins og maður vill hafa þetta langt. Svo bundið á milli og þannig afmarkað. Nokkrar saman og hengt upp.