Hægelduð lambarif með amerísku hrásalati 2019

  • Kjötréttur

Uppskrift

Hægelduð Lambarif

1 kg. lambarif
5 g. paprikuduft
5 g .cayann pipar
5 g. engiferduft
5 g. hvílauksduft
5 g. laukduft
10 g. salt
5 g. pipar
100 g. púðursykur
100 g. fennel
100 g. seljurót
200 g. laukur

Kryddunum er blandað saman og stráð yfir rifin, látið liggja í kæli í að minnsta kosti eina klukkustund. Síðan eru rifin sett í bakka ásamt niðurskornu grænmetinu og vatni. Hægeldað yfir nótt á 70°c í ofni.

Gljái fyrir rif

250 ml. soð af rifjunum
70 ml. hvítvín
1 skarlottulaukur, fínt saxaður
salt og pipar
1 stilkur Timjan

Skarlottulaukurinn er léttsteiktur, hvítvíninu bætt við og soðið niður um 80%, soðinu nú bætt við ásamt timjan og soðið niður um 80%, salt og pipar eftir smekk.

Amerískt hrásalat
500 g. hvítkál
100 g. gulrætur
100 g. rauðkál
50 g. fennel
100 g. mayones
75 g. sýrður rjómi
1 stk lime safi
salt og pipar

Grænmetið er sneitt niður í þunnar ræmur og blandað saman.
Mayones, sýrðum rjóma og lime blandað saman, saltað og piprað eftir smekk. Öllu er síðan blandað saman.