Hafragrautur með kantarellum og þurrkuðum lunda (eða þurrkuðu hangikjöti)

  • Haust

  • Annað

Saga réttar

Hafragrautur, rúgbrauð og þurrkað reykt kjöt er kannski ekki þessi týpíski forréttur sem sést á matseðlum veitingahúsa. Ég tel að þessi réttur sameini vel ólík íslensk hráefni og sýni vel hversu mikið við getum leikið okkur með það sem við höfum í kringum okkur. Réttuinn er með ólík texture og ólíkar bragðsamsetningar sem þó tóna vel saman.

Uppskrift

*íslenskir hafrar frá Meðallandi settir í matvinnsluvél og unnir í duft.
Hafranir er síðan soðnir líkt og hefðbundin hafragrautur. Grauturinn
sem smakkaður til með salti frá Saltverk.

*íslenskt Bygg frá Móðir Jörð er mauksoðið. Bygginu er síðan dreift vel
smjörpappír þannig að það ligggi ekki saman og komið fyrir í
þurrkskáp og þurkað yfir nótt. Þegar byggið er orðið alveg þurt er
það djúpsteikt.

*Rúgbrauð er skorið í sneiðar og þurkað í ofni. Þegar rúbrauðið er
orðið alveg þurrt er það unnið gróft í matvinnsluvél.

*Reykt lundabringa eða væn fleða af reyktu hangikjöti komið fyrir í
þurrskáp og þurkað yfir nótt eða þar til það er orðið vel hart.

*Kantarellur steiktar upp úr smjöri og repjuolíu frá Móðir jörð.
Smakkað til með salti og blóðbergi.

*Villisveppaseyði. Þurrkaðir villisveppir soðnir og sigtaðir.

*Samsetnig:

Örlítið af sveppaseyði hellt í litla skál.

Brenndt smjör folldað saman við heitan hafragrautinn. 1-2 dl af
hafragrautnum komið fyrir í skálinni.

Rúgbrauðsmylsnu og poppuðu byggi stráð yfir grautinn.

3-4 bitum af steiktri kantarellu komið fyrir ofan á grautnum.

Vænu magni af reyktri lundabryngu (eða hangkjöti) rifið á rifjárni yfir
grautinn.

Verði ykkur að góðu :)