Harðfisksúpa

  • Höfuðborgarsvæðið

  • Vetur

  • Súpa

Saga réttar

Hugmynd til að minnka matarsóun, sem ég fékk í febrúar.

Uppskrift

Tær grænmetis-bollasúpa útbúin, ca 1 lítri.

Út í hana eru sett 200 g af smátt niðurskornum harðfiski og 50 g af rækjum, Soðið í 1 mín, tilbúið.

Þessi hugmynd þótti svo athyglisverð að nemar í Hótel- og matvælaskólanum tóku hana í gegnum þróunarferli. Hér kemur þeirra útfærsla.

Harðfiskssúpa fyrir 6 manns

Súpa
1 l grænmetissoð
1 l skelfisksoð
200 g beltisþari
200 g söl
200 g fjallagrös
kryddað með þurrkaðri sæbjúga (val)
100 g harðfiskur (ýsa)

Aðferð
Öllu blandað saman soðið upp og látið standa í 1,5 klst.

Meðlæti
300 g úthafsrækja
150 g harðfiskur
50 g söl

Aðferð
Rækjan er krydduð með safa úr1/2sítrónu ,1/2tsk salti og dillolíu (200 ml íslensk repjuolía og 1/2 búnt dill). Allt nema rækjan sett í blandara og látið ganga á mesta hraða í 1.5 mín.

Söl og harðfiskur er þurrkaður og síðan sett í kaffikvörn og búið til úr þessu fín mylsna. Framreitt í djúpum disk.

(Hægt er að nálgast söl, fjallagrös, þara og sæbjúgnaduft hjá Íslenskri hollustu sem er við Hólshraun í Hafnarfirði en einnig í mörgum verslunum)