Heitreyktur villtur silungur úr Skorradalvatni

  • Vesturland

  • Vor

  • Fiskréttur

Saga réttar

Öldum saman hafa bændur, þar á meðal forfeður okkar stundað silungsveiði í Skorradalsvatni. Oftast var fiskurinn þverksorinn og soðinn glænýr upp úr vatninu og var þá mikil búbót. Í dag vill fólk meiri fjölbreytni. Við sem köllum okkur „heimasæturnar“ erum að prófa okkur áfram með nýjar uppskriftir og kynnum hér með stolti uppskrift að heitreyktum silungsrétti.

Uppskrift

Hugmynd: Nýveidd villt bleikja/uppriði er flökuð og beinhreinsuð. Heppileg stærð af fiski er um 2 pund eða stærri. Flakið er lagt á grillbakka með roðið niður og kryddað með sítrónupipar. Heitreykt við birki eða beyki í tvo tíma við 70 - 90 °C í gaskynntum reykofni „Smoky Mountain Series“. Mikilvægt er að halda reyknum sem köldustum til að halda raka í fiskinum. Því er hafður bakki með klaka yfir eldhólfinu.
Með þessu er best að hafa rauðar ísl. kartöflur, soðnar í saltvatni, kældar og bitaðar í sósu. Sósan saman stendur af grískri jógúrt, söxuðum súrum gúrkum og gúrkusafa, kryddaðri með sítrónupipar og picanta. Upplagt að kippa með grænu salati úr garðinum.