Hornarfjarðar humar sumar

  • Austurland

  • Allt árið

  • Fiskréttur

Saga réttar

Þegar ég var 13 ára flutt um við fjölskyldan á Höfn í Hornafirði. Það sumar vann ég langar og strangar vaktir í frystihúsi við að flokka og pakka humri. Þetta var hörkuvinna og maður var alveg búinn á þvi eftir að standa í frystihúsinu marga klukkutíma á dag. Þetta sama sumar var pabbi á humarvertíð þannig að hann kom oft með humar heim að loknum túr. Það er óhætt að segja það að eftir langar vaktir við að pakka humri langaði 13 ára mér ekki í humar í kvöldmatinn og kunni alls ekki að meta þennan veislumat. Ristað brauð varð frekar fyrir valinu en að smakka þetta 'ógeð' Það var ekki fyrr en 15 árum seinna að ég gat hugsað mér að smakka þennan rétt sem foreldrar mínir grilla oft á sumrin og loksins þegar ég smakkaði varð hann einn af mínum uppáhalds. Einfaldur og heiðarlegur íslenskur réttur þar sem hráefnið fær að njóta sín.

Uppskrift

Humarhalar 1kg (frekar stórir)
100 gr smjör
4 hvítlauksrif,
Steinselja
Salt (gott íslenskt salt) eða hvítlaukssalt
svartur pipar

Aðferð: Byrjað a að hreinsa humarinn og taka úr honum gotraufina. Best að taka humarinn, klippa ofan í bakið á honum og opna skelina, fjarlægja svo svörtu raufina.

Pressa hvítlaukin og blanda saman við smjör, raða humarhölunum á grillbakka og leggðu klípu af hvítlaukssmjöri ofan á hvern hala, stráðu smá af góðu salti og pipar yfir.

Sett a heitt grill og grillað í um 10 mínutur - eða þar til humarinn er orðin stinnur viðkomu.
Dreifðu saxaðri steinselju yfir rétt áður en er borið fram og ef fólk vill meiri smjör er gott að bræða saman smá smjör, hvitlauk og salt saman og bera fram í skál fyrir þá sem vilja.

Best er að borða með bakaða kartöflur með smjöri og salti og fersku salati.

Tips: Ekki henda skjeljunum, settu þær í poka og frystu til að nota sem grunn í röð fyrir humarsúpu.