Hrossakjöt með lauk og skyrsósu

  • Suðurland

  • Kjötréttur

Saga réttar

Hrossakjöt er mjög vanmetið hráefni. Ég ólst upp á Suðurlandi þar sem hrossakjöt var oft á boðstólum. Þessa uppskrift fékk ég hjá mömmu en veit ekki hvaðan hún fékk hana.

Uppskrift

400 kr hrossavöðvi (af hrygg)
salt, pipar og garðablóðberg eftir smekk
2 hótellaukar
3 msk heilhveiti
1 dl olía

Lokið vöðvanum á pönnu og setjið síðan í 140°C heitan ofn þar til kjarnhiti hefur náð 55°C (um 20 mín).
Takið kjötið úr ofninum oglátið standa um stund (5-7 mín) áður en það er skorið niður
Sneiðið laukana í hringi (ekki of þunnt), veltið þeim upp úr heilhveiti og steikið í heitri olíu.
Sneiðið kjötið frekar þunnt og berið fram með laukhringjum og skyrsósu.

Skyrsósa
150 g hreint skyr
50 g grísk jógúrt
¼ agúrka, afhýdd
30 g kapers
½ -1 dl hvítvín
börkur af hálfri sítrónu
karrý, cummin, salt og pipar eftir smekk

Hrærið saman skyr og jógúrt, þynnið með hvítvíni.
Afhýðið agúrkuna og rífið niður á rifjárni.
Bætið agúrku, sítrónuberki og kapers saman við sósuna og kryddið.