Húsdýragarðurinn 2019

  • Kjötréttur

Saga réttar

Húsdýragarðurinn - Brasseraður nautaháls og mergur borinn fram á laufabrauði

Uppskrift

500 gr. nautaháls
3 lítrar nautasoð
300 gr. laukur
200 gr. sellerí
300 gr. gulrætur
Kryddvöndur (lárviðarlauf, hvít piparkorn, steinselja, timjan)

Kjöt brasserað (gufusteikt, í lokuðum steikarpotti) inní ofn á 85°C í 24 tíma.
Rifið niður og velt upp úr t.d. rauðvíns sósu.

Laufabrauð – 25 stk
3⁄4 l vatn
1⁄4 l rjómi
1⁄2 tsk salt
1 tsk sykur
1⁄2 tsk lyftiduft
600-700 g hveiti
Kúmen ef vill (ca 1 1⁄2 tsk)

Vatn og rjómi er hitað að suðu, ef kúmen er notað er það hitað með og síðan sigtað frá. Ekki er víst að þurfi allt hveitið svo ágætt er að taka frá ca. 100 g. og bæta við deigið ef þarf.
Þurrefnum blandað saman og vætt í með rjómablöndunni, sem mesti hitinn er látinn rjúka úr. Hnoðað þar til deigið sleppir borði og er mjúkt og meðfærilegt. Varast skal að hnoða of lengi því þá verður það seigt.
Rúllað í lengju og vafið með plastfilmu og geymt á köldum stað í a.m.k.. 1⁄2 klst.
Skorið í bita og flatt út mjög þunnt með kökukefli. Skorið undan diski og bökunarpappír lagður á milli þegar staflað er upp.
Í kökurnar er síðan skorið mynstur með laufabrauðsjárni eftir smekk hvers og eins. Pikkað um leið með hnífsoddi. Kökurnar steiktar í vel heitri feiti og athugið að það tekur mjög stutta stund að steikja hverja köku. Ágætt að nota 2 bandprjóna við að snúa þeim í feitinni.

Steikja beikon og saxa niður Blanda við geitaost og djúpsteikja