Innbakaðar ærlundir/ær-hryggvöðvi

  • Vesturland

  • Allt árið

  • Kjötréttur

Saga réttar

Móðir mín kenndi mér að elda þetta, merkilega einfalt og afskaplega gott!

Uppskrift

Ærlundir eða fillet brúnað á pönnu og kryddað með salti/pipar.
Smjördeigsplötur smurðar með skinkusmurosti frá Ms (ein plata f hverja lund/filletbita). Einnig má brytja niður piparost og nota í staðin.
Paprika og blaðlaukur skorið smátt, settar ca 2 matskeiðar af papriku og ein af blaðlauk á hverja smjördeigsplötu.
Kjötið sett á plöturnar, og ósmurð smjördeigsplata yfir og klipið meðfram köntunum til að loka.
Bakað í ofni þar til smjördeigið er gullið.
Borið fram með góðri sósu, bakaðri kartöflu/steiktum kartöflum og salati.
Auðvelt að vinna þetta fyrirfram og eiga til, þá þarf bara að setja þetta í ofn í 15-20 mín ca.