Kjöt í karrý

  • Allt árið

  • Kjötréttur

Saga réttar

Já sú saga er nokkura ára, Eftir að eiginmaður minn lést fyrir 12 árum þá gaf ég gasgrillið mitt og sagði afkomendum mínum að nú kæmi ég í grillmat til þeirra, en að ég biði þeim eftirleiðis í gamaldags mat. Það sem þau fá oftast og elska öll ,dætur, tengdasynir ,barnabörn og þeirra makar, já og langömmubörnin, er Kjöt í karrý, þá koma þau öll og úða í sig þessum góða Karrýrétt með sælusvip. Svo er ég líka oft með lambakjöt steikt á pönnu síðan soðið vel með gulrótum .Sósa úr soðinu og sveppum sem við höfum týnt um haustið, laukur og salr og pipar.En lambakjöt í karrý er vinsælast.

Uppskrift

Það eru til ótal uppskriftir at Kjöt í karrý, ég slumpa nú alltaf .Sirka 2 kíló lambakjöt framhryggjarbitar og leggir vinsælast, nokkrar gulrætur og salt, þetta er soðið þar til það næstum dettur af beinunum,síðan er smá smjör og 2 1/2 tsk karrý aðeins látið malla í potti og soðið af kjötinu sigtað útí og búin til sósa og vel af henni,. Kartöflur og soðin hrísgrjón borin með