Kjötsúpa Konungsins
- 
										
																															Vetur 
- 
										
																															Kjötréttur 
Saga réttar
Íslensk kjötsúpa er réttur sem hefur yljað og nært íslendinga svo lengi sem elstu menn muna. Varla er til sá íslendingur sem ekki hefur smakkað á þessum dásemdar rétti og er hún á sama tíma bragðgóð, seðjandi og næringarrík. Mér fannst vera kominn tími á að kjötsúpann yrði færð í sparifötin, einskonar hátíðar útgáfa af þessum annars auðmjúka rétti.
Uppskrift
Kjötsúpa Konungsins
Fyrir 2
•	2stk vænir lambaskankar
•	1stk stór gulrót
•	1stk bökunarkartafla
•	1stk gulrófa
•	Súpujurtir
•	Lambasoð
•	Salt & pipar
•	Ferskt timjan
•	Ólífuolía
•	lárviðarlauf
Lambaskankar kryddaðir með svörtum pipar, settir í poka ásamt fersku timjan og ólífuolíu. Eldaðir Sous Vide við 83°C í 8klst
½ lítri gott lambasoð sett í pott ásamt fersku timjan, súpujurtum og lárviðarlaufi. Soðið niður þar til hæfilegri þykkt er náð. Hægt er að þykkja með örlitlu maizena mjöli ef þörf krefur.
Rótargrænmeti skorið í ca 15mm þykkar sneiðar. Sett í poka ásamt ólífuolíu, salti og súpujurtum. Eldað Sous Vide við 83°C í 50mín.
Lambaskankar og rótargrænmeti lokað á funheitu kolagrilli. Raðað á disk og kjötsúpusósunni helt yfir skankann. Skreytt með örlitlu fersku timjan.
Ég mæli með Las Moras Black Label Malbec með þessum rétt.
Fleiri myndir á Instagram undir Hafsteinn11
