Kex og krisp 2019
-
Annað
Saga réttar
Mysukrisp, Bygg- og kræklingakrisp og Hafra- og hvannarkex
Uppskrift
Mysukrisp
1 l. mysa
500 ml. soð af kartöflum
500 g. Tapioca perlur
Vökvinn soðinn niður um helming. Tapioca perlur settar saman við og soðið þar til perlunar verða glærur. Dreift í þunnu lagi yfir á sílíkon mottu. Þurrkað yfir nótt í þurrkofn eða í ofn á 50-60°. Djúpsteikt á 180°
Bygg- og kræklingakrisp
200 g. soðið bygg
300 g. soðinn kræklingur
2. skarlottulaukar
Salt og sitrónusafi eftir smekk
Kræklingur snöggsoðið með, lauk og hvítvíni, kjötið tekið úr skelinni.
Bygg soðið í fiskisoði. Allt blandað vel sett saman í matreiðsluvél. Dreift í þunnu lagi yfir á sílíkon mottu. Þurrkað yfir nótt í þurrkofn eða í ofn á 50-60°. Djúpsteikt á 180°
Hafra- og hvannarkex
500 g. hafrar
10 g. mulin hvannarfræ
500 ml. vatn
Hafrar og hvannarfræ soðin í vatninu og svo dreift í þunnu lagi yfir á sílíkon mottu. Þurrkað yfir nótt í þurrkofn eða í ofn á 50-60°. Djúpsteikt á 180°