Lambahjörtu og lifur

  • Vetur

  • Kjötréttur

Saga réttar

Mamma var vön að elda þennan rétt og ég sakna þess enn að borða hann ekki. Þetta er gríðarlega járnríkur og góður matur sem við sjáum varla á borðum í dag.

Uppskrift

Fyrir 4
4 lambahjörtu og ný lifur, Hreinsið vel og steikið á pönnu úr smjöri og kryddið með timjani, salt og pipar og setjið í ofn við 120°í 10 mín.

Steikið sveppi, lauk, gulrætur og smá paprikku og hellið lambasoði yfir (lambateniingi) Látið malla með lárviðarlaufi. Sígtið grænmetið frá og bakið upp sósuna og setjið brúnan sósulit. Það má hafa grænmetið með ef menn vilja.

Borið fram með kartöflujafningi og mjólkurglasi.