Lambafile

  • Kjötréttur

Uppskrift

Lambafile með fitu, skorið í fituna, marinerað í olí með rósmarín, garðablóðbergi og mörðum hvítlauk.
Fileið er snöggsteikt á pönnu (steikt vel á fituhlið svo fitan verði stökk) eldun kláruð í ofni. Tíminn fer eftir þykkt steikurinnar.
Meðlæti
Forsoðnir kartöflubátar, mega vera með hýði, steiktir í smjöri meðan steikin er í ofninum
Fínt skorið grænmeti svissað á pönnu, sætar kartöflur, laukur, gulrætur og gulrófur
Sveppasósa

Ég vel að nota lambakjötið þar sem mikið er í umræðunni að við eigum allt of mikið af því og íslenska lambakjötið er einstakt. Ég nota mikið af gulrófum á mínum veitingastað einfaldlega vegna þess að þær eru vanmetnar í matargerð. Einnig er einn eigandinn hér stæðsti gulrófna framleiðandi á landinu og mikið fellur til að rófum sem ekki henta í sölu (of stórar eða of litlar) og því frábært að geta nýtt þær hér með flestum réttum í kjötsúpuna og að sjálfsögðu uppistaðan í rófusúpunni okkar.