Lambahryggur með hunangi og kóríander

  • Allt árið

  • Kjötréttur

Saga réttar

Við verslum lambakjöt frá nágrönnum okkar á Borgarfelli og fáum þau til að skera hrygginn í þykkar sneiðar.

Uppskrift

Lambahryggur með hunangi og kóríander
1 kg af lambahrygg
20 gr steinselja
30 gr fersk mynta
30 gr ferskt coriander
4 hvítlauksgeirar
15 gr ferskt engifer
1 chilli aldin (fræin tekin úr)
½ tsk salt
50 ml sítrónusafi
60 ml soyasósa
120 ml hlutlaus olía (t.d. sólblóma)
3 msk hunang
2 msk rauðvínsedik
4 msk vatn
Í þennan rétt er hægt að nota kótilettur og mega þær gjarna vera ekstra þykkar (3-4 cm)
Blandið saman öllum innihaldsefnum í matvinnsluvél og hellið marineringu yfir, blandið saman við kjötið og geymið í ísskáp í 24 klt.
Kótilettur steiktar á heitri pönnu í uþb 5 mínútur og síðan steikt í 200 gr heitum ofni í um 15 mín.
Afgangurinn af marineringunni hitaður í potti í um 5 mín og borin fram með kjötinu.