Lambatartar – Hið blómlega bú
-
Norðurland
-
Haust
-
Kjötréttur
Saga réttar
Þegar Blómlega búið fór austur höfðum við viðkomu á Forystufjársetrinu í Þistilfirði. Þar matreiddi Árni Ólafur Jónsson dásamlega gott tartar úr filletti af forystufé. Forystufé þykir ekki fínt til sem kjötframleiðslu því skepnan er svo mögur og fallið er svo létt. Þessi réttur hentar þó fantavel og öll elimentin harmonéruðu frábærlega saman. Til að bæta við smá óvæntu var hann með saltaðar sítrónur í legi svo er góð ólífuolía ómissandi við svona matseld. Að öðru leyti var rétturinn gerður úr hráefni sem hann ræktaði - t.d súrsaði hann laukblómaknúbba og hafði í stað capers, eða nálgaðist úr umhverfinu í Þistilfirði. Útkoman var ljúffeng. http://hidblomlegabu.is/lambatartar/
Uppskrift
Fyrir fjóra í forrétt
Innihald
350 grömm lambahryggur
1 matskeið súrsaðir laukknappar (hægt að nota kapers í staðinn)
1 matskeið fínsöxuð minta og fáfnisgras
2 teskeiðar fínsöxuð söltuð sítróna
Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
2 eggjarauður
Flögusalt
Jómfrúarolía
Safi úr ½ sítrónu
Bláklukkur, gulmaðra og beitilyng
Þunnskorið, ristað baguette
Leiðbeiningar
Skerið hryggvöðvann í 10 sentímetra bita og skerið hvern bita langsum í 5 millimetra þykkar sneiðar. Staflið sneiðunum upp, skerið þær langsum í þunnar ræmur og að lokum í litla bita.
Setjið kjötið í skál ásamt súrsuðu laukknöppunum, söxuðum kryddjurtunum, söltuðu sítrónunni og kryddið með salti og pipar. Blandið öllu varlega saman, skiptið kjötinu á milli tveggja diska og mótið úr því dyngjur. Leggið eggjarauðurnar varlega í dældirnar.
Stráið flögusalti yfir réttinn og súldrið hann með jómfrúarolíu og sítrónusafa. Skreytið með bláklukkum, gulmöðru og beitilyngi.
Berið fram með þunnt skornu ristuðu baguette.
http://hidblomlegabu.is/lambatartar/