Mysu kombucha, sítrónugras og hvönn 2020

  • Annað

Saga réttar

Höfundar: Malgorzata M Szczypiorkowska, Helgi Ernir Helgason, Helgi Hrafn Emilsson, Ragnar Sveinn Guðlaugsson nemendur við Hótel- og matvælaskólann. Hugmyndin kom frá facebook síðu Matarauðs þar sem voru settar inn tillögur að vannýttu hráefni. Hugmyndin var dregin upp úr hatti af okkar hópi. Þó það sé hægt að nálgast mysu í næstum öllum matvöruverslunum er hún ekki mikið notuð. Okkur datt í hug að búa til drykk úr mysu og svo var tekin ákvörðun um að gera tilraun með mysu kombucha. Útkoma kom öllum mjög mikið á óvart – á jákvæðan hátt þar sem drykkurinn er mjög, ferskur og bragðgóður og líkist svolítið límonaði. Þetta fannst okkur mjög skemmtilegt verkefni þar sem við erum að læra nýjar aðferðir og erum að vinna með hráefni sem við höfum litið eða ekkert unnið með. Þetta gefur okkur tækifæri að prófa, bæta og þróa hugmyndi og það var áhugaverð og lærdómsríkt.

Uppskrift

2l vatn
2stk sitrónu gras
200g hvönnn
800ml mysa
12% sykur
Scopi – kombucha sveppur

Aðferð

Búið er til sætt te úr sítrónugrasi með því að setja það í pott með 2l að vatni og hita upp að suðu, lækka hita og láta malla þangað til keimur af sítrónu og hvönn er kominn, þá er sykrinum bætt út í. Með þessari uppskrift fáum við c.a. 1,5 líter af seyði og notum þá 180 gr af sykri. Seyðið er þá kælt niður í 30°C og mysunni er bætt út í. Seyðið er þá sett í hreina glerkrukku og sveppurin er settur út í, svo er krukkunni lokað með hreinum tauklút, bundið þétt og leyft svo að gerjast í c.a. 7- 10 daga.