Nesti Smaladrengsins

  • Sumar

  • Kjötréttur

Saga réttar

Eitt allra besta Íslenska hráefnið er lambakjötið okkar. Við höfum lengi þakkað hreinni náttúru, íslensku hugviti og harðduglegum bændum fyrir þá sérstöðu sem lambakjötið hefur. Mikilvægi þessara stóru og miklu hluta verður ekki neitað en við megum þó ekki gleyma smaladrengnum. Ungur drengur, ljós og fagur, klæddur í lopapeysu og sauðskinnsskó. Við sjáum hann setjast í íslenska hlíð og virða fyrir sér ærnar, fjöllin og dalina. Hann tekur inn útsýnið stutta stund áður en hann teigir sig í nestið; skyr, flatkökur og lambakjöt. Hafsteinn Hjartarson, https://eldurogkrydd.com  Fleiri myndir á Instagram undir Hafsteinn11

Uppskrift

Nesti Smaladrengsins

Fyrir flatkökurnar

• 2 bollar Rúgmjöl
• 2 bollar Hveiti
• 1 tsk salt
• Sjóðandi vatn

Blandið þurrefnum saman og svo sjóðandi vatni til þess að mynda nokkuð blautt deig. Deigið má þó ekki vera of blautt eins og í hefðbundnum flatkökuuppskriftum því það þarf að vera hægt að fletja það mjög þunnt út, þynnra en venjulegar flatkökur. Hnoðið deigið, slítið frá litlar kúlur og fletjið út eins þunnt og hægt er svo úr verði flatkaka sem er um 12cm í þvermál. Steikið beggja megin á sjóðheitri eldhúshellu (best er að gera þetta utandyra). Takið af hitanum og sprautið örlitlu vatni yfir með úðabrúsa.

Fyrir skyrsósuna

• 1 bolli óhrært skyr
• Nokkur fersk myntulauf
• Salt
• Hunang

Saxið myntulaufin smátt. Blandið öllu saman þar til þið eruð ánægð með bragðið. Geymið í ísskáp.

Fyrir Lambakjötið

• 1 vænn lambaskanki
• Húnagull (krydd frá Prima)
• Ólífuolía
• Klettasalat
• kirsuberjatómatar
• Salt & pipar

Lambaskanki makaður með ólífuolíu, kryddaður vel með Húnagulli og settur í poka. Eldaður Sous Vide við 83°C í 8klst

Lambaskankinn tekinn úr pokanum, kryddaður aftur með Húnagulli og lokað á funheitu kolagrilli.

Smyrjið þunnu lagi af skyrsósu á flatköku, setjið svo klettasalat, lambakjöt og loks tómata ofaná.

Njótið með köldum bjór. Ljós lager eða pilsner passar afar vel hérna.

Útfærsla Hótel og matvælaskólans
Var með reyktum laxi, rækjum, klettasalati með skarfakálsskyrsósu