Nýr silungur úr Skorradalsvatni
-
Vesturland
-
Allt árið
-
Fiskréttur
Saga réttar
Öldum saman hafa bændur, þar á meðal forfeður okkar stundað silungsveiði í Skorradalsvatni. Oftast var fiskurinn þverksorinn og soðinn glænýr upp úr vatninu og var þá mikil búbót. Í dag vill fólk meiri fjölbreytni. Við sem köllum okkur „heimasæturnar“ erum að prófa okkur áfram með nýjar uppskriftir og kynnum hér með stolti uppskrift að sælkerabollum sem tilvalið er að hafa á smáréttaborði eða sem hluta af dögurði (e. brunch).
Uppskrift
500 gr nýtt silungsflak, roðlaust og beinlaust
1 egg
3 msk heilhveiti
100 gr hreinn rjómaostur
1/2 gulur laukur
1 hvítlauksrif
1 tsk steinselja (þurrkuð eða fersk)
1 tsk lime pipar
2 tsk Herbamare jurtasalt
Saxið lauk og hvítlauk. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél stutta stund og mótið með teskeið í bollur. Bollurnar steiktar í smjöri á pönnu við miðlungshita, ca 3 mín á hvorri hlið. Með bollunum er gott að bera fram kalda sósu úr grískri jógúrt og maukuðum súrum gúrkum ásamt gúrkusafa. Sósuna má krydda eftir smekk.