Nýtum og njótum eða Nautgripatríó

  • Suðurland

  • Allt árið

  • Kjötréttur

Saga réttar

Sá þetta hjá norskum ferðaþjónustubónda, sem eldar út eigin nautgriparækt. Hann segir gestum sögu matarins og langaði að opna augu fólks fyrir því að naut séu ekki bara ein risastór lund eða fillet. Bjó til rétt úr mismunandi hlutum skrokksins og kallaði nautatríó. Útskýrði nýtingarstefnuna fyrir gestum og gerði úr þessu sinn vinsælasta rétt. Málið er að gera meira úr seigu hlutunum annað en hakk eða gúllas.

Uppskrift

Með grænmeti frá íslenskum bændum, elduðu eftir árstíðum. Glænýjar kartöflur t.d. smælki soðið, borið fram með bræddu smjöri, salti og graslauk, eða eldri kartöflur (frá sl hausti) bakaðar í ofni o.s.frv.

Í réttinn eru notaðir þrír mismunandi hlutar nautgrips, (þarf ekki að vera eldisnaut, má vera af hvaða heilbrigðum, sæmilega vel öldum nautgrip, mjólkurkú eða kvígu).

Á disknum eru t.d:
Lund meða smjörsteiktum sveppum
Læristunga í þunnun sneiðum, meyrnað í sítrónusafa, hægeldað með íslenskum kryddjurtum, blóðbergi, rosmarin, hvönn eða einhverju sem flinkur kokkur finnur upp á
Hækill - mjög bragðmikill - hægeldaður í ofni með íslensku grænmeti sem gefa sætleika.
Með þessu má vera rabarbarasulta (ekki sæt) eða rabarbarachutney, njólapestó, hundasúrupestó, brætt smjör með muldum þroskuðum hvannafræjum, sólberjum úr garðinu eða eitthvað sem hægt er að veiða úr íslenskri náttúru eftir árstíðum.

Borið fram með fersku grænmeti og auðvita íslenskum kartöflum og síðast en ekki síst - sögunni á bak við nýtingarstefnuna.