Rabbabara- og krækiberjagrautur með hafra-crumble og skyri

  • Sumar

  • Kaffibrauð

Saga réttar

Á hverjum einasta bæ í Skaftártungu má finna stóra rabbabaragarða sem eru lítið eða illa nýttir. Við Hadda Björk og Arna Guðbjörg í Hrífunes Guesthouse höfum leyfi til að sækja okkur rabbabara að vild og notum hann óspart.

Uppskrift

Rabbabara- og krækiberjagrautur með hafra-crumble og skyri
Crumble í botn, þykkt rjómaskyr þar yfir og rabbabaragrautu helt yfir skyrið (og skreytt með crumble-i)

1dl. hafrar.
1 dl. hveiti.
1 dl. púðursykur.
60g. smjör.
1 dl. valhnetur
örl salt

Blandið öllu saman með fingrunum og bakið á smjörpappír í ofni í ca 15-20 mín

Rabbabara og krækiberjagrautur
Skera rabarbarann í bita og skella í pott ásamt smá sykri og svo vatni svo vel fljóti yfir... láta malla þangað til allt byrjar að losna í sundur. Svo er þetta þykkt að vild með kartöfluméli.. sem búið er að hræra út áður.

200 gr rabbabari brytjaður smátt,
100 gr krækiber
300 ml l vatn
1 dl sykur.
Til að jafna með 3 msk kartöflumjöl í ca 2 msk af vatni
Sjóðið rabbabara og krækiber í vatninu í ca 10 mín, sykrið og jafnið með kartöflumjöli og köldu vatni.
Skyr blandað með þeyttum rjóma og bragðbætt með flórsykri, vanilla, cardimommu dufti og stjörnuanísdufti – Passið að skyrið verði þó ekki of lint.

Athugið að myndin við réttinn er af útfærslu nemenda í Hótel- og matvælaskólanum