Rabbabaragrautur

  • Vestfirðir

  • Sumar

  • Annað

Saga réttar

Réttur úr bernsku í Bolungavík.

Uppskrift

500 g brytjaður rabbabari.
3/4 l vatn.
200 g sykur.
60 - 75 g kartöflumjöl.
Rabbabarinn soðinn í vatni í 30 mín. Sykurinn settur útí, kartöflumjölið hrært út í köldu vatni og hrært út í grautinn og suðan látin koma upp. Borinn fram heitur með tvíbökum og rjóma eða kældur í glerskál, sykri stráð yfir og rjómi borinn með.