Reykt bleikja með piparrótarsósu

  • Fiskréttur

Saga réttar

Þessi réttur birtist í Húsfreyjunni 4. tbl 2011 og er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni

Uppskrift

Fyrir 4
400 g reykt bleikja
Sósa:
2 dl grísk jógúrt
2 tsk piparrót
örlítið salt
3 blöð matarlím
Verklýsing:
1. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn.
2. Hrærið saman jógúrt, piparrót og salti
3. Takið matarlímið upp úr vatninu og bræðið í vatnsbaði. Kælið í u.þ.b. 37C.
4. Blandið matarlímsblöndunni varlega saman við sósuna.
5. Skerið bleikjuna í þunnar sneiðar og setjiðí botn og hliðar á muffinsmótum eða litlum skálum og hellið sósunni í miðjuna.
6. Þegar sósan er hlaupin (2 – 3 klst) má hvolfa úr mótunum á diska og bera fram með fallegu salati.