Rifið lambakjöt með bláberjum

  • Austurland

  • Haust

  • Kjötréttur

Saga réttar

Dag einn var verið að taka til í eldhúsinu og úr varð þessi réttur. Í hann var ýmislegt notað og ég hef ekki gert hann aftur. Enda var í honum ýmislegt áhugavert líkt og safinn úr rauðrófum í krukku, rjómaostur, rjómi og smá ostur. Þetta getur verið einfaldur réttur og það þarf að vinna aðeins i honum enda man ég ekki nákvæmlega hvernig þessi kása var gerð.

Uppskrift

Þessi réttur er líkur rifnu svínakjöti "pulled pork" nema með lambakjöti og bláberjum í stað BBQ sósu. Sjóða þarf kjötið fyrst vel og það síðan rifið niður, hægt væri að sjóða það upp úr einhverju kryddi. Það steikt á pönnu með bláberjum og rjóma. Kryddað með salt og pipar. Gott að hafa síðann kotasælu sem meðlæti.