Snæfjallalamb

  • Vestfirðir

  • Sumar

  • Kjötréttur

Saga réttar

Móðir mín er frá Snæfjöllum við Ísafjarðardjúp og hún notaði iðulega blóðbergið við eldun á lambakjötinu og lét kjötið standa við stöfuhita í dágóðastund fyrir eldun. Ég hef bætt aðeins við aðferðina en reynt að flækja ekki eldamennskuna um of. Hægt er að forvinna lambafilleð og geyma í kæli og taka svo út 6 tímum áður en það er eldað og geyma við stofuhita

Uppskrift

Hráefni:

Blóðberg 1/2 bolli,1 kastaníusveppur, 1/2 Skallottlaukur Pipar, Íslenskt sjávarsalt og truffluolía ásamt smjörklípu.
2 stór lambafille með fiturönd sem hafa verið í stofuhita í ca 6 tíma.

aðferð:
skolið blóðbergið og saxið mjög fínt, saxið líka skallottlaukinn og sveppinn mjög fínt. Hitið smörið á lítilli pönnu og setjið skvettu af truffluolíu með. léttsteikið allt hráefnið og takið af hitanum og bætið 1/2 matskeið af truffluolíu útí og hrærið saman.
Takið lambafille-ið og flettið fituröndinni varlega afog notið hníf ef þarf. Skeið því næst V laga sneið ofan í kjötið og passið að láta skurðinn ekki ná út fyrir enda á stykkjunu. Stykkið sem fer úr má ná ca 1,5 cm niður. Þynnið afskurðinn þannig að ca 5mm kjötrönd sé eftir. Fyllið raufina með blóðbergsmaukinu og leggið kjötræmuna aftur yfir og svo þar ofaná fituröndina. vefjið svo hvorn bita um sig með matargarni og bindið. Saltið fituröndina með íslensku sjávarsalti og nuddið vel, nuddið einnig kjötið með smá af truffluolíu. Steikið á heitri pönnu í ca 2 mín á hvorri hlið og setjið í 180 gráðu heitan ofn í ca 10 mínútur. Leyfið svo kjötinu að hvíla í ca 5 mín. Berið fram með bakaðri kartöflu, ofnbökuðu rótargrænmeti og Íslensku kryddsmjöri.
Kryddsmjör:
saxað blóðberg og steinselja, íslenskt sjávarsalt og pipar er hrært saman við íslenskt smjör og kælt .