Sólskin, njólasósa

  • Austurland

  • Sumar

  • Grænmetisréttur

Saga réttar

Þessi uppskrift var elduð á barnmörgu heimili á Eiðum. Mamma, Sigrún Ingibjörg Sigurþórsdóttir (fædd 1919, 7 barna móðir og 1 fósturdóttir að auki) bakaði ekki upp jafning en sauð upp af spínatinu, grænkáli eða njólanum í vatni, hristi síðan saman hveiti og vatn sem hún bætti út í ásamt mjólk og sett síðan út í sykur, pipar og smá salt. Okkur systkinunum þótti “sólskin” sem þessi jafningur var kallaður heima sérstaklega góður með fiskibollum mömmu og raunar flestum mat. Spínatið óx hratt og var borðað nær allt sumarið og síðan tók grænkál við. Mamma sauði ný og heil njólablöð og gerði úr jafning en hún ræktaði líka mikið magn af grænkáli sem við borðuðum ný fram á haust en síðan þurrkaði hún kálið, muldi niður og geymdi og gerði úr því “sólskin” langt fram eftir vetri.

Uppskrift

Njólinn hreinsaður vel, þveginn úr köldu og heitu vatni, soðinn í saltvatni í 2 mín. og síðan saxaður. Smjörlíkið brætt, hveiti hrært saman við og þynt út með mjólkinni. Njólinn settur út í og salt, pipar og sykur eftir smekk.
Njólajafningur er borðaður með soðnum, nýjum eða söltuðum fiski. Einni mjög góður með reyktum fiski.
Sigrún gerði þetta einnig úr spínati og grænkáli.