Söltuð sæla

  • Allt árið

  • Kjötréttur

Saga réttar

Engin saga því miður. Finnst bara mál til komið að breyta stöðluðum hugmyndum um hvernig við notum lambakjötið okkar. Þó þetta sé kannski ekki frumlegasta "uppskriftin" er hún auðveld og ætti að vera framkvæmanleg á öllum veitingahúsum. Rétt saltað lambakjöt, flott borið fram, býður uppá ótal frumlega rétti og er allt of lítið notað á veitingahúsum.

Uppskrift

Hægelda SALTAÐ (heilt) lambalæri, skera í þunnar sneiðar, setja á td. á rúgbrauð (eða blinis) , td smurt með góðu sinnepi, piparrótarsósa ofan á (sýrður rjómi, rifin piparrót, örf. sítrónudr. salt og pipar eftir smekk) og skreyta með rifinni rófu (fínt rifin - "rófuhár" ) eða fínt rifnum rabbabara. Þetta er bragðgott, hollt og litasamsetning og útlit er nútímalegt og fallegt. Einnig hægt að bera fram sem kaldan eða heitan rétt með nútímalegu meðlæti.