Sovétríkjasúpa eða Kuldasúpan

  • Suðurland

  • Allt árið

  • Kjötréttur

Saga réttar

Á köldum vetrardegi í sveitinni langaði alla í eitthvað heitt og næringarríkt. Búandi langt frá þéttbýli (bóndi) hafði ég ekki tök á að kaupa inn eftir uppskriftum eða pöntunum svo það var tekið til í ísskápnum. Átti gúllaskjöt af heimaslátraðri kú og bjó til rjúkandi súpu. Börnin komu inn úr útiverkum og fengu súpu sem þau höfðu aldrei smakkað áður en fannst hún heit og góð. "Hvað á súpan að heita" sagði ég. "Er þetta ekki svona súpa eins og fólk í Sovétríkjunum eldar - þar sem alltaf er svo kalt" Var svarið frá 10 og 11 ára neytendunum.

Uppskrift

600 gr nautgripagúllas (alls ekki nákvæmt) bragðmest af gömlum kúm.
2 laukar
4 stórar gulrætur
10 kartöflur
lúkufylli af íslensku bankabyggi eða hrísgrjónum
Og síðan allt grænmetið í ísskápnum sem þarf að klára og er hægt að elda svo sem, hvítkálið, sellerírót, krumpaða púrran, selleríið frá jólum o.s.frv. Eins mikið og hver vill - hlutföll grænm/kjöts ekki aðal atriði.
Stór matskeið rifið engifer
5 - 6 hvítlauksrif söxuð
1 tsk mulin korianderfræ (má sleppa)
1 tsk selleríduft eða sellerísalt (má sleppa)
1/2 rauður eða grænn pipar, smátt saxað
Stór og væn lúkufylli söxuð steinselja
Smá dass af sítrónusafa eða bara mysu - þarf að smakka til
Salt og pipar
smjör
---------------
-Snöggsteikja kjötið á þurri pönnu og setja í pott með 1 l vatni
-Bæta byggi (hrísgrjónum) út í, Smá salt og pipar
-Sjóða við vægan hita í a.m.k klst eða þar til kjötið er meyrt
Á meðan:
-Hita grænmetið, nema hvítlauk og engifer,í smjöri þar til allt er mjúkt og sætt, krydda með salti, pipar og koriander
-Sjóða kartöflurnar, setja undir kalt vatn, skræla og skera í bita
Þegar kjötið er orðið sæmilega meyrt - setja grænmeti, hvítlauk, engifer og rauðan/grænan pipar og krydd út í.

Söxuð steinselja er sett út í korteri fyrir borðhald, má ekki sjóða lengi.
Borið fram með nýbökuðu brauði.
Bragðáherslan er kjötið, sætleikinn frá grænmeti, hvítlaukur, engifer og rauður pipar rífa aðeins í, mjöl og fylling frá kartöflum og þykking frá bygginu eða hrísgrjónum. Steinseljan gefur græna bragðið og sítróna/mysa ferskleika.