Steiktur fiskur í raspi

  • Allt árið

  • Fiskréttur

Saga réttar

Allt frá því ég byrjaði að búa og reyndar þegar ég var krakki hefur steiktur fiskur í raspi með lauk verið vinsæll á heimilinu. Stelpurnar mínar voru hrifnar af honum og núna líka barnabörnin. Nú notum við hjónin þennan rétt stundum sem skyndirétt og kaupum þá fiskinn í raspi í fiskbúðinni okkar í Hófgerði. Þá þarf bara að steikja lauk og síðan fiskinn og bera fram mað salati og þá er maturinn tilbúinn á korteri. Borið fram með t.d. remulaðisósu líka.

Uppskrift

Skorinn niður laukur í sneiðar og steiktur í olíu, tekinn af pönnunni.
Ný ýsu eða -þorskflök, skorin í hæfilega bita.
Bitunum velt upp úr hrærðu eggi og raspi(alls konar rasp allt eftir smekk)
Fiskbitarnir steiktir á báðum hliðum upp úr matarolíu og sett smjör í lokin með.
Fiskurinn kryddaður með pipar og salti á pönnuni.
Lauknum dreift yfir.
Soðið augnablik á pönnunni þar til fiskurinn er passlega eldaður (ekki of mikið)
Borinn fram með kartöflum, gulrótum og salati eða öðru grænmeti.