Svínasíða og humar

  • Norðurland

  • Haust

  • Kjötréttur

Saga réttar

Innblásturinn kemur má segja frá beikonbúðingnum sem ég nánast lifði á sem krakki. Á mínu heimili var hann borinn fram með rabbarbarasultu, ora grænum og soðnum kartöflum, stundum kartöflustöppu. Í dag er ég spenntari fyrir svínasíðu og matreiði hana með mikilli gleði og hef prófað ýmislegt. Mig hefur lengi langað að prófa þessa samsetningu því þetta er einhverskonar tribute matreiðsla. Ég hef líka komist upp á lag með að para saman vinælt og óvinsælt hráefni, eins og t.d svínasíðu og humar (Surf n turf), en aldrei komist svo langt að setja þennan tiltekna rétt á seðil þar sem ég hef unnið. Ég elska að koma með hugmyndir af réttum sem eiga að kveikja upp minningar.

Uppskrift

Hugmyndin mín inniheldur:

Langtímaelduð svínasíða
Leturhumar
Lumma / Kartöflulumma
íslenskir ostrusveppir (Sælkerasveppir)
Kryddaður Rabbarbari
Heimagert slyddusalat

Ég hef alltaf tekið svínasíðuna og vaccumpakkað henni ásamt olíu, kanil, kardimomu og negul og soya. Eldað hana í gufu 70°C í c.a 16 klst. Það er líka hægt að setja hana í djúpan gastró með soði og kryddinu.

Leturhumar er pönnusteiktur.

Þegar ég hef gert lummu notast ég við uppskrift sem er í bókinni Matur og drykkur. Steiki upp úr mikilli feiti. Amerísk pönnukaka á ekki séns.

Ostrusveppirnir verður að rífa niður í höndunum í nettar ræmur og þær steiktar á pönnu. Þær verða pínu stökkar við það og er gaman að leika sér með það.

Búið er til sykursýróp úr vatni, sykri og það kryddað með engifer, vanillu, kanil og appelsínuzest. Rabbarbarinn er vaccumpakkað með sýrópinu og gufueldaður í 80 °C í c.a 40 mín. Svo má gera sultu eða nota hann í bitum.

Ég er ekkert að koma með einhver svaka smáatriði og þykir mér þar með ekkert heilagt í þessu.