Svínatungu-hamborgari með blóðtómatssósu 2020

  • Kjötréttur

Saga réttar

Höfundar: Arnar Logi Kristinsson, Helgi Ólafsson, Redinaldo Rodrigues Reis, Jaime Armando Caicedo Vivas nemendur við Hótel- og matvælaskólann. Upphaflega kom inn hugmynd inn á mataraud.is að nota svínahaus. Þá kom upp sú hugmynd að gera eitthvað meira og betra við svínatungu en gert er í dag. Nýta þetta prótein í staðin fyrir hið klassíska prótein eins og nautakjöt, kjúkling eða fisk. Svínakjöt er tunga sem inniheldur 16 grömm af próteini, inniheldur ekki kolvetni, inniheldur 10,30 grömm af fitu á 100 grömm og inniheldur ekki sykur, sem gefur mataræðinu 157 kaloríur. Meðal næringarefna þess eru einnig vítamín B3, C, B9 og B12.

Uppskrift

Hamborgarabrauð
450 gr hveiti
100 ml mjólk
100 ml vatn
20 gr ger
½ sítrónu zest
50 gr sykur
25 gr smjör
4 gr salt
90 gr blek úr smokkfisk
Blóðtómatsósa
250 gr tómatur
1 stk laukur
90 gr kóríander
1 msk kúmin
1 stk lime
120 ml blóð
2 stk hvítlauksgeirar
25 gr smjör
rauður matarlitur
Kartöfluflögur
5 stk kartöflur
1 tsk paprika
1 tsk salt
Safi úr hálfri sítrónu
Pikklaðar agúrkur
1 agúrka
100 ml vatn
100 ml eplaedik
100 ml sykur
Marineruð svínatunga
5 l vatn
2 svínatungur
3 hvítlauksgeirar
1 tsk rósapipar
1 msk malaður kúmin
1 msk ferskt engifer
1 msk kóríander fræ
3 msk ferskt kóríander
3 msk ferskt chilli
1 tsk malað fennel
1 msk svartur pipar
330 ml bjór
2 msk salt

Aðferð

Hamborgarabrauð: Hitum ofninn á 180°C. Setjum hveiti í skál og bætum síðan volgri mjólk, sykri, salti og geri við. Látum hefast í ca. 30-50 mínútur. Smjöri og smokkfisk er síðan bætt við og hrært vel saman. Sítrónu zest er bætt við og öllu hrært saman. Látið hefast í aðrar 20 mínútur. Brauðin pensluð með eggjaþvotti og inn í ofn í 18 mínútur. Blóðtómatsósa: Skerum tómata í teninga og setjum í pott með söxuðum lauk og hvítlauk. Eldað á lágum hita í ca. 15 mínútur eða þangað til allt er orðið vel blandað. Bætt kóríander og kúmin við. Allt sett í blender og hrært vel saman. Allt sett í sigti og safinn tekinn úr. Sett aftur í pott og blóði bætt saman við til þess að þykkja. Lime zest bætt við til þess að losna við sem mest blóðbragð. Kartöflusnakk: Hitum ofninn á 170°C. Skerum kartöflurnar í mjög þunnar sneiðar. Blöndum saman við salti, papriku og sítrónusafa. Sett inn í ofn í 15-20 mínútur eða þangað til kartöflurnar verða alveg stökkar. Pikklaðar agúrkur: Sett með ediki, vatni og sykri í pott. Hrært saman og síðan sett í shocker til að kólna. Skerum agúrkuna í sneiðar og setjum í vaccum poka með picklegi. Látum hvíla í klukkutíma. Marineruð svínatunga: Setum vatn í pott og setjum svínatungan í. Látum sjóða í 3 klukkutíma. Setjum allt í mortel nema bjór og myljum saman. Tökum tunguna úr vatninu og tökum skinnið af tungunni. Síðan látið kólna aðeins. Sett í vaccum poka ásamt kryddi og bjór. Leyfum að hvíla yfir nótt. Tekið úr vaccum poka. Skorið í bita og hitum aðeins í ofni á 70°C í 5 mínútur. Setjum vatnið í pott og leggjum svinatungu og látum á sjóða í 3 klukkutíma.