Tempura Steinar 2020

  • Fiskréttur

Saga réttar

Höfundar: Malgorzata M Szczypiorkowska, Helgi Ernir Helgason, Helgi Hrafn Emilsson, Ragnar Sveinn Guðlaugsson. Hugmyndin kom frá facebook síðu Matarauðs þar sem voru settar inn tillögur að vannýttu hráefni. Hugmyndin var dregin úr hatti af okkar hópi og fengum við rauðmaga/ grásleppu. Hvorugir fiskanna eru vinsælir og lítið notaðir í matreiðslu. Grásleppa er aðalega veidd fyrir hrognin og rauðmaga er oftast sleppt út. Það var svolítil áskorun að vinna með þessa fiska þar sem ekkert okkar hafði komið nálægt honum á okkar matreiðsluferli. Við verkuðum fiskinn og reyktum hann, svo datt okkur í hug að nýta hveljuna og þá kom upp hugmynd að djúpsteikja hann á svipaðan hátt og smokkfisk. Við þróun að uppskriftinni datt okkur í hug að bæta þurrkuðu berja hýði sem gaf réttinu dálitið skemmtilegan lit og „tempurað“ leit út eins og litlir steinar eftir djúpsteikingu. Þetta var mjög fræðandi verkefni þar sem við erum að vinna með hráefni sem við höfum aldrei áður unnið með. Þetta gefur okkur tækifæri að prófa, bæta og þróa hugmyndir og er fræðandi og skemmtilegt

Uppskrift

Grásleppu/ rauðmaga hvelja í tempura degi :
300g hvelja
300g maizena
150g hveiti
100ml soda vatn
Salt
Olia til djúpsteikingar
Heitt vatn fyrir hveljuna
Hveiti til að velta hveljuna upp úr.

Aðferð :
Hita olíu og vatn í sitthvorum pottinum. Hveljan er sett í sjoðandi vatn í 30 sekúndur og tekin upp úr, svo er hun hreinsuð vel þangað til hún er orðin hvítt að mestu leiti. Maizena, hveiti, soðið vatn og salt blandað saman. Hveljan er skorin í litlla bita, sett í hveiti og svo í tempura deig, svo djúpsteikt í 2 – 3 mínutur svo salta.

Rabarbara Salsa
5 stk tómatar
1 stór shallot laukur
20-30 gr graslaukur
¼ chilli
½ rabarbari
10g lime safi
10g Tómata purée

Aðferð:
Grænmeti skorið í teninga og blandað saman. Krydda til með lime börk, lime safa og tómata purée.

Mysu kex:
200 ml mysa ( soðið niður um 150ml )
30 ml rjómi
75g smjör
15g hveiti
lítinn pott

Aðferð:
Mysa er soðin niður um ¾ þá er rjóminn bætt út í. Smjörið er brætt og hveitinu bætt út í og búið tíl smjörbollu og blandað úti mysuna. Blönduni er hrært vel saman og látið að sjóða þangað til blandað er orðið þykk.