Troðfylltir ástarpungar

  • Allt árið

  • Kaffibrauð

Saga réttar

Amma mín átti danska vinkonu sem kom hingað til lands sem ráðskona. Hún kenndi ömmu m.a. að baka ástarpunga. Amma mín var afskaplega dugleg að baka og ég vandist því að ástarpungarnir hennar voru eilítið öðruvísi en þessir hefðbundnu ástarpungar. Ég tengi alltaf lyktina af steikingu ástarpunga og kleina við ömmu og okkar góðu samræðustundir. Mig langar að heiðra minningu hennar með uppskrift frá henni sem ég er búin að betrumbæta að eigin smekk. Það er lika gaman að tengja danskar hefðir við íslenskar því margir íslenskir þjóðlegir réttir eiga uppruna sinn frá Danmörku og víðar.

Uppskrift

4 dl hveiti
2 dl sykur
2 tesk. lyftiduft
3 st. egg
1 tesk. sítrónudropar
100 g rúsínur
100 ml mjólk

Aðferð
Öllu blandað saman nema mjólk sem kemur síðast og hellt í þangað til deigi er hæfilega þykkt.

Vatnsdeig
500 ml vatn
8 egg
250 g smjör
250 g hveiti

Aðferð
Vatnsdeiginu er blandað saman við grunndeigið og pungarnir eru síðan steikti við 200 gráðu hita. Færðir upp úr og setti smjörpappír og stráðir fíntrifnum sítrónuberki, flórsykri og örlitlu salti.

Fylling
Eggjakrem
250 ml rjómi
250 ml mjólk
1. stk. vanillustöng
100 g sykur
4 stk eggjarauður
400 g skyr
Aðferð
Rjómi, mjólk, vanilla og sykur soðið upp, eggjum er bætt út og hrært í blöndunni þangað til hún verður hæfilega þykk. Þá er hún kæld og blandað saman við skyrið.