Úr ömmu eldhúsi

  • Suðurland

  • Vetur

  • Kjötréttur

Saga réttar

Þetta er hinn eini sanni íslensk kvöldmatur sem þú færð bara hjá ömmu og afa, þar sem alltaf er nægur tími til að elda, tala saman í eldhúsinu og bara njóta þess að vera saman. Þetta er réttur æsku minnar og ég fæ hann enn i dag hja ömmu. Matarást úr íslensku eldhúsi eins og hún gerist best.

Uppskrift

Lambakjöt, t.d. framhryggjarsneiðar (en má vera blandað, bara það sem er til)
Smjör til steikingar
5 gulrætur (gott að hafa nóg)
Laukur
3 dl vatn
Season All og pipar

Stillið ofninn á 170°C.
Þerrið kjötið, kryddið með Season All og pipar og steikið í smjöri á pönnu þar til það er orðið brúnað. Setjið kjötið i ofnskúffu - best er að nota svartan gamaldag eldunarpott (með loki). Setjð í ofninn og eldið í um 60-70 mín. Þegar um 40 mín eru eftir ef eldunartíma setið niðurskornar gulrætur í pottinn og lauk (skorin í sneipar). Hellið smá vatnu í pottinn, lokið og látið eldast. Gott að smakka soðið en það á að vera bragðmikið.

Soðinu er hellt af og notað sem grunnur fyrir klassíska brúna soð sósu.

Allt sett á stórt fat, kjöt, gulrætur og laukur.
Borið fram með grænum Ora baunu, rabbabarasultu (helst heimagerðri) og soðnum kartöflum.