Scroll To

Vörusvik

Talið er að matvælavörusvik velti meira en fíkniefnamarkaðurinn. Matís er þátttakandi í samevrópsku verkefni um matarheilindi (FoodIntegrity) frá 2014. Verkefnið miðar að því að þróa aðferðir til að greina og hindra svik í evrópskum matvælaiðnaði.

Heilindi innan matvælaiðnaðarins er lykilatriði til verðmætaaukningar í lífhagkerfi álfunnar. Heiðarleika evrópskra matvæla er stöðugt ógnað af sviksamlegum merkingum eða eftirlíkingum sem seldar eru til að njóta ávinnings þess virðisauka.

Lesið meira um verkefnið hér