Scroll To frétt um geit

Frá útrýmingu til atvinnutækifæra

Matarauður Íslands hefur gert samkomulag við Geitfjárræktarfélag Íslands um að efla ásýnd þeirra og markaðssetningu afurða  m.a. með nýjum og breyttum vef sem á að verða tilbúinn í nóvember 2017. Matarauður Íslands leggur ennfremur áherslu á að styrkja vöruþróun.

Það er mikilvægt að efla stofninn sem er í útrýmingarhættu og fjölga geitabændum. Allar þær afurðir sem eru unnar í dag seljast upp þannig að þar leynast atvinnutækifæri. Geitur eru ennfremur einstaklegar skemmtilegar og henta prýðisvel í kringum ferðaþjónustu.

Þá hefur Matarauður samið við Matís um að þróa kjötmatsreglur fyrir geitfé, vinna að bættum sláturaðferðum og miðla fræðslu og kennsluefnis til framleiðanda kjötvara og kjötmatsmanna. Er reiknað með að verkefnið taki 3 ár.

Sjá nánar um geitur hér.

Íslenskar geitur