Scroll To

Nýr REKO hringur – REKO Vesturland

REKO hringir um milliliðalaus viðskipti

Matarauður Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands hefur unnið að því að koma REKO hugmyndafræðinni af stað hér á landi og nú hafa fyrstu formlegu hóparnir verið myndaðir. REKO Reykjavík (sem áður hét matarmarkaður á facebook Reko) REKO Austurland og nú síðast REKO Vesturland. REKO stendur fyrir milliliðalaus viðskipti milli framleiðenda og kaupenda og fara  viðskiptin fram í gegnum Facebook. REKO er tekið úr sænsku og er stytting á: Vistvænir og heiðarlegir viðskiptahættir.

Þessi aðferð hefur gefist vel en upphafsmaður hugmyndarinnar er bóndinn Thomas Snellman sem búsettur er í Finnlandi. Hann kom til Íslands í mars 2018 og kynnti þessa hugmynd. Í Finnlandi og víðar hafa bændur náð að auka veltuna umtalsvert með þátttöku í REKO sölusíðunum. Thomas sagði frá því að milli  2013 og 2016 hafi framleiðendur aukist úr 15 í 3.700 manns og  kaupendur úr 400 í 250.000 manns.  Veltan á þessum þremur árum fór úr 80.000 evrum, (um 10 milljónum ISK) í 30 milljónir evra (um 3.8 milljarðar ISK).

Til að gefa hugmynd um hversu margir REKO hringir þjóna sama fjölda og telur alla íbúa Íslands, þá ættu 25 REKO hringir að vera starfræktir hérlendis!

Thomas hefur kynnt þessa aðferð utan Finnlands, m.a. í Noregi, Svíþjóð, Ítalíu, Íslandi og nú síðast í Danmörku.

Sjá fréttina í Skessuhorni 

Meira um fyrirlestur Thomasar Snellman hér á landi