Sendu okkur hugmynd eða uppskrift að rétti úr íslensku hráefni sem jafnvel kemur á óvart. Kannski verður þín hugmynd á matseðli veitingarstaða hringinn í kringum landið #þjóðlegirréttir

Allir mega taka þátt –> frestur til 1. maí

 

Í okkar huga spretta þjóðlegir réttir alltaf upp úr íslensku hráefni. Þeir byggja á gamalli hefð en geta líka verið innblásnir af samtímanum.  Í dag höfum við aðgang að fjölbreyttari hráefnum en áður og við tökum líka meira tillit til hollustu þegar við aðlögum okkar þjóðlegu rétti að neysluvenjum samtímans. Þannig erum við farin að nota minna salt, minni sykur og minni fitu.

Grúskaðu í gömlum uppskriftum, lestu þér til á vefsíðu Matarauðs eða láttu hugmyndaflugið ráða. Tölum um matarminningar hvert við annað og sér í lagi börnin því þannig varðveitum við þekkingu um matarhefðir.

Framkvæmd og útskýringar

  • Þú fyllir út formið hér að neðan. Það verður sérstaklega litið til þess ef saga fylgir með t.d. hvort rétturinn sé tengdur matarminningum, hefð í fjölskyldu, er siður á ákveðnu landsvæði o.s.frv.
  • Lagt er upp með að uppistaða réttarins sé íslenskt hráefni. Eðli málsins samkvæmt má nota hráefni eða krydd sem ekki eru ræktuð hér en eru nauðsynleg í matreiðslunni. Þú getur kynnt þér íslenskt hráefni hér
  • Við vitum að margir þjóðlegir íslenskir réttir eru upphaflega komnir frá nágrannaþjóðum og við setjum það því alls ekki fyrir okkur. Uppskriftin má vera fyrir stóra eða létta máltíð.
  • Þegar hugmyndirnar verða gerðar opinberar 11. maí getur þú líkað við  og deilt á samfélagsmiðlum. Notaðu #þjóðlegirréttir

Úrval uppskrifta verða birtar  á vef Matarauðs Íslands 11. mai næstkomandi
Persónulegar upplýsingar birtast ekki en til þess að eiga kost á verðlaunum verður að fylgja nafn og símanúmer hverri hugmynd.

Val á réttum sem keppa til úrslita og dómnefnd
Hótel- og matvælaskólinn velur 15 rétti úr innsendum hugmyndum/uppskriftum og eldar fyrir dómnefnd sem velur 5 verðlaunarétti. Formaður dómnefndar er Ragnar Wessman frá Hótel- og Matvælaskólanum.  Dómnefnd skipar: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir yfirmatreiðslumaður, Berglind Festival,  Eirný í Búrinu, Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari og Búi Bjarmar Aðalsteinsson vöru- og matarhönnuður.

Réttir í boði á veitingahúsum hringinn í kringum landið
Veitingahús víðs vegar um landið sem eru í samstarfi við okkur munu bjóða upp á einn af réttunum 15 sem komast í undanúrslit á matseðli sínum í sumar. Við munum síðan birta nöfn veitingastaðanna og hvaða rétt þeir hafa valið í lok maí, bæði hér á vef Matarauðs en líka á facebook síðu Matarauðs Íslands.

Viðurkenning og verðlaun
Fyrir utan að eiga heiðurinn að því að vera höfundur að þjóðlegum rétti sem verður í boði á veitingastað þá eru líka verðlaun í boði.

1. verðlaun: Gjafabréf Air Iceland Connect, Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni ásamt kokkasvuntu Matarauðs Íslands

2. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni ásamt kokkasvuntu Matarauðs Íslands

3. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni ásamt kokkasvuntu Matarauðs Íslands

4.- 5. verðlaun: Matarkarfa með vörum frá bændum í Beint frá Býli og Mjólkursamsölunni ásamt kokkasvuntu Matarauðs Íslands

 

  • Hidden
  • Accepted file types: jpg, jpeg, png, gif.
    Ef þú vilt senda mynd ýttu á choose File. Ekki er skilyrði að senda mynd með uppskrift.

Matarminningar

Söfnun á minningum um mat, matargerð og hefðir

Hér þarf ekki að svara öllum spurningunum, bara þeim sem hentar þér. Við tökum fram að þetta er ekki hluti af hugmyndasamkeppninni.

Ekki er skylda að gefa upp persónuupplýsingar en það er kærkomið fá nafn og símanúmer til að fá frekari upplýsingar um minningarnar sem berast. Persónuupplýsingar munu aldrei birtast né berast til þriðja aðila.