Kruss ehf
Kruss ehf. var stofnað um mitt ár 2013 en Íslandusverkefnið hófst sem nemendaverkefni á vegum ríkisháskólanna, Matís og NMI árið 2011. Íslandusteymið samanstendur af þremur konum sem hafa mjög mismunandi bakgrunn og þekkingu en eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á nýtingu íslenskra auðlinda.
Hjá fyrirtækinu er framleiddur Íslandus mysudrykkur sem er bragðgóður og frískandi sopi úr náttúru landsins þar sem handtíndum villtum íslenskum berjum og jurtum er blandað við ferska skyrmysu frá Erpsstöðum í Dalasýslu. Drykkurinn hefur mikla andoxunarvirkni. Einnig er framleitt Mysukex sem er orkuríkt, gert úr skyrmysu, hollum fræjum og fjallagrasahrati sem er nýtt sem aukaafurð úr drykkjarframleiðslunni. Vörurnar eru nýstárlegar afurðir sem jafnframt heiðra hefðbundna notkun á staðbundnum hráefnum.