ANGAN skincare
ANGAN skincare er íslenskt, sjálfbært og handgert húðvörumerki gert úr íslenskum jurtum. Vörumerkið er skapað af vinkonum, arkitekt og vöruhönnuði, sem deila sýn á fullnýtingu náttúrlegra hráefna ásamt því að hvetja til vitundarvakningar á eiginleikum þeirra. Markmiðið er að vinna með náttúrunni og að skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan ilm. Hafa þær trú á því að náttúran hafi allt það sem þarf til að búa til bestu húðvörur sem völ er á.