Elinora´s Royal Natural Snack. Hundasnakk

Elinora´s Royal Natural Snack er harðfiskur fyrir hunda unnið úr íslenskum fiski. Elínóra Inga Sigurðardóttir þróaði vöruna og er eigandi fyrirtækisins. Varan hefur verið á markaði frá árinu 1999 og er framleiðslan í Reykjavík. Harðfiskurinn fyrir hunda er náttúrleg vara án nokkurra aukaefna. Um 77 prósent af vörunni er prótín og um 33 prósent eru að mestu trefjar.