Frá sóun í þróun

Connective Collective-vörumerkið er hugmyndasmíð fimm hönnuða sem vinna út frá þeirri hugmyndafræði að matur eigi að vera sjálfbær og svæðisbundinn. Hópurinn samanstendur af Jóhönnu Seelemann, Björn Steinari Blumenstein, Þuru Stínu, Gabríel Markan og Védísi Pálsdóttur. Þau fá aðila í lið með sér til að gera tilraunir á svæðisbundnum hráefnum og nota matvæli sem eru í B-flokki til að framleiða nýjar vörur og auka virði þeirra. Þau hafa unnið í samvinnu við garðyrkjubændur og er niðurstaðan enn sem komið er grænmetisdrykkir, síróp og vodka.